Mánudagur, apríl 21, 2014
Text Size

Laun um páskana

Vert er að minna á að samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en næstu dagar sem eru stórhátíðir teljast föstudagurinn langi og páskadagur. Skírdagur og annar í páskum teljast auk þess almennir frídagar.

Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Í vaktavinnu skal greiða 45% (55% hjá ríki og sveitafélögum) vaktaálag á sérstökum frídögum en 90% vaktaálag á stórhátíðardögum samkvæmt samningi SGS og SA og SGS við ríki og sveitarfélög.


Lögmaður kemur í næstu viku, 8. apríl.

Minnum félagsmenn á að Lögmaður kemur í næstu viku, þriðjudaginn 8. april.

Hægt er að panta tíma hjá lögmanni á skrifstofu félagsins eða í síma 487-5000. Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi degi fyrir áætlaða komu lögmanns.

Við lögmann má bera hvert það álitaefni sem félagsmenn hafa spurningar við.


Verkalýðsfélag Suðurlands vekur athyggli á eftirfarandi dagsetningum varðandi útleigu sumarhúsa

·        17. - 31. mars: Umsóknartími orlofshúsa/íbúða/tjaldvagns

      07. apríl: Úthlutun orlofshúsa/íbúða/tjaldvagns 

      16. apríl: Síðasti dagur staðfestingar

      22. apríl: Endurúthlutun samkvæmt biðlista

      28. apríl: Síðasti dagur staðfestingar endurúthlutunar
               05. maí: Fyrstur kemur fyrstur fær. Lausum vikum úthlutað til                    þeirra sem fyrstir koma.Umsóknareyðublaði er hægt að skila inn á skrifstofu félagsins að

Suðurlandsvegi 3, 850 Hellu.
Verkalýðsfélag Suðurlands vekur athyggli á eftirfarandi launabreytingum milli SGS og SA

·         Launabreytingar


Almenn hækkun

1. janúar 2014 skulu laun og kauptaxtar hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf, þetta á einnig við um  þá sem eru yfirborgaðir. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.

 

Sérstök hækkun kauptaxta kr. 230.000 og lægri

Kauptaxtar dv. undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Launaflokkur 1, byrjunarlaun, hækkar um kr. 9.565 og launaflokkur 17 , eftir sjö ár, hækkar um kr. 10.107

 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Frá 1. janúar 2014 verður lágmarkstekjutrygging kr. 214.000 á mánuði fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

·         Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verðu kr. 29.500

·         Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 53.600

·         Staðfest var launahækkun fiskvinnslufólks. Eftir tvö námskeið tekur það laun eftir launaflokki 9 að lágmarki.

 

Þessar breytingar gilda á félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands.
Nýi kjarasamningurinn gildir frá  frá 1. janúar til 31. desember 2014


                                      

Niðurstaða kosninga

Talningu er lokið hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands vegna kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands við SA. Niðurstaða atkvæðagreiðslu var afgerandi og samningarnig samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og staðfest af kjörstjórn félagsins.


Á kjörskrá voru: 502

Atkvæði greiddu: 168 eða 33%

Já sögðu:             121 eða 72%

Nei sögðu:             39 eða 23%

Auðir og ógildir:        8 eða 5%
 


Kjörstjórn Verkalýðsfélags Suðurlands.

Fleiri greinar...

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>