REGLUGERÐ

UMSÓKN

Félagsmenn VlfS geta sótt um sjúkradagpeninga hjá sjúkrasjóði félagsins eftir að greiðsluskyldu launagreiðenda er lokið.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga sem missa vinnutekjur vegns sjúkdóma eða slysa með greiðslu dagpeninga svo og greiðslu dánarbóta eftir þeim skilyrðum sem sett eru í reglugerð sjúkrasjóðsins.

Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttindaákvæðum kjarasamninga. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annari lögbundinni tryggingu ekki nema lægri frjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

Dagpeninga í 90 daga að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðsfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm sem þarfnast sérstakrar ummönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar ummönnunar.

Dagpeninga í 90 daga vegna mjög alvarlegara veikinda maka. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðsfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

Við umsókn þarf eftirfarandi að fylgja með:

Sjúkradagpeningavottorð frá viðkomandi lækni.
Vottorði frá launagreiðenda með upplýsingum um hvenær samningsbundinni- og eða lögboðinni launagreiðslu atvinnurekanda lauk. Vottorð launagreiðenda (staðlað form)
Stöðu skattkorts, upplýsingar frá RSK.
Öðrum gögnum sem við á, t.d. frá Tryggingastofnun Ríkisins.

ATH.
Réttur til styrks úr sjóðnum fyrnist sé hans ekki vitjað innan tólf mánaða frá því að bótaréttur skapaðist og á einungis við þegar félagsmaður hefur tæmt rétt hjá atvinnurekanda og ekki er um aðra framfærslu að ræða.