UPPPLÝSINGASÍÐA UM NÝJAN KJARASAMNING 2024

Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning.

Endilega kynnið ykkur helstu atriði nýs kjarasamning.

LAUNAGREIÐENDUR ATHUGIÐ!

Vakin er athygli á því að frá og með janúar 2024 mun innheimta félagsgjalda stofnast sem krafa í heimabanka.  Eftir þann tíma verður ekki boðið upp á millifærslur. Er það gert til að auka skilvirkni, bæta vinnsluhraða og auka gegnsæi og öryggi.
Launatengdum gjöldum er skilað mánaðarlega til félagsins, eindagi er í lok mánaðar og því nægt svigrúm til að greiða án dráttarvaxta eða vanskilagjalda.
Við tökum á móti skilagreinum í rafrænu formi en athugið að krafa stofnast í banka við skil á þeim.
Upplýsingar vegna rafræna skila er hægt að nálgast á vefsíðu skilagrein.is
og leita að okkur þar, sjóðsnúmer okkar þar er 2224.

Stéttarfélagsnúmer Verkalýðsfélags Suðurlands er 224

SJÚKRASJÓÐUR - MENNTASJÓÐUR VLFS

ATH  umsóknafrestur er 24. hvers mánaðar.

Umsóknir ásamt viðeigandi gögnum um sjúkra- og slysadagpeninga og umsóknir um aðra styrki þurfa að berast eigi síðar en 24. hvers mánaðar.

 

Umsóknir/gögn sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar næsta mánuð á eftir.

VIÐTALSTÍMI LÖGFRÆÐINGS

 

Næstu viðtalstímar lögfræðings er:

Þriðjudaginn 23.janúar 2024

Þriðjudaginn 20.febrúar 2024

Þriðjudaginn 19.mars 2024

Þriðjudaginn 16.apríl 2024  

ATH:

Munið að panta tíma í síma 487-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vs@vlfs.is

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

FRÉTTIR

LAUNAKÖNNUN 2024 (ISL/EN/PL)

LAUNAKÖNNUN 2024 (ISL/EN/PL)

Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks og hefur hún verið send rafrænt á tölvupósti til allra félaga. Við hvetjum þig til að svara. ef þú hefur ekki fengið póst en telur þig eiga endilega heyrðu í okkur í vs@vlfs.is. Varða’s survey about the conditions of...

read more
PRÍS – VERÐLAGSAPP ASÍ

PRÍS – VERÐLAGSAPP ASÍ

Prís er nýtt smáforrit á vegum verðlagseftirlits ASÍ. Með smáforritinu geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana. Forritið er kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag....

read more
ÞÁÐU BOÐ FORSETA ÍSLANDS

ÞÁÐU BOÐ FORSETA ÍSLANDS

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, formönnum launþegasamtaka heim á Bessastaði. Meðal þeirra var formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands Guðrún Elín Pálsdóttir sem var afar ánægð með...

read more
DESEMBERUPPBÓT 2023

DESEMBERUPPBÓT 2023

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Uppbótin greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun. Við hvetjum félagsmenn okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd....

read more