4875000 vs@vlfs.is

Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs sem kemur til greiðslu þann 1.nóvember fer fram mánudaginn 28.október 2019.

Gögn þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins seinasta lagi
föstudaginn 25.október 2019.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með
NÓVEMBER 2019 úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næstu viðtalstímar lögfræðings eru

Þriðjudaginn 15.október 2019

Munið að panta tíma í síma 487-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vs@vlfs.is

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

Nýjir kauptaxtar komnir

Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá 1. apríl sl. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru í dag kr. 317.000 á mánuði. Þá hækka kjaratengdir liðir kjarasamninga um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

 

ORLOFSUPPBÓT 2019

Þar sem ekki er búið að semja við ríki og sveitarfélög verður full orlofsuppbót sú sama og árið 2018, kr.48.000-. Þegar búið verður að semja þar þarf að greiða það sem vantar á uppbótina miða við það sem samið verður um.

Fulll orlofsuppbót á almanna markaðnum er kr. 50.000- . Samið var um sérstaka uppbót sem greiðist jafnhliða og með sömu försendum og almenna uppbótin, kr. 26.000- og á að koma til greiðslu ekki seinna en 2.maí nk.

 

Lífskjarasamningur 2019

Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga.

 

Hægt er að skoða helstu atriði samningsins hér.

 

 

Farið fram á innágreiðslu frá sveitarfélögunum

Verkalýðsfélag Suðurlands hefur sent erindi til allra sveitastjóra á félagssvæði stéttarfélagsins varðandi þá stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem vinna hjá sveitarfélögum á félagssvæði Vlf.S. Eins og fram hefur komið þá hefur samninganefnd...

SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara.

Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar – stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt 5 formlega fundi. Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á...

Samið um launaþróunartryggingu fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga

Drífa Snædal, forseti ASÍ undirritaði  samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem...

Nýr kjarasamningur samþykktur hja öllum félögum innan SGS

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna...