4875000 vs@vlfs.is

Nýjir kauptaxtar komnir

Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá 1. apríl sl. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru í dag kr. 317.000 á mánuði. Þá hækka kjaratengdir liðir kjarasamninga um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

 

Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs sem kemur til greiðslu 28.júní fer fram

MIÐVIKUDAGINN 26.JÚNÍ 2019.

Gögn þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins seinasta lagi
MÁNUDAGINN 24. JÚNÍ 2019.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með
JÚLÍ 2019 úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næstu viðtalstímar lögfræðings eru

Þriðjudaginn 27. Ágúst 2019

Munið að panta tíma í síma 487-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vs@vlfs.is

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

ORLOFSUPPBÓT 2019

Þar sem ekki er búið að semja við ríki og sveitarfélög verður full orlofsuppbót sú sama og árið 2018, kr.48.000-. Þegar búið verður að semja þar þarf að greiða það sem vantar á uppbótina miða við það sem samið verður um.

Fulll orlofsuppbót á almanna markaðnum er kr. 50.000- . Samið var um sérstaka uppbót sem greiðist jafnhliða og með sömu försendum og almenna uppbótin, kr. 26.000- og á að koma til greiðslu ekki seinna en 2.maí nk.

 

Lífskjarasamningur 2019

Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga.

 

Hægt er að skoða helstu atriði samningsins hér.

 

 

Sumarúthlutun orlofshúsa 2019

Verkalýðsfélag Suðurlands tilkynnir félagsmönnum á að opnað verður fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar orlofshúsa/íbúða 25. mars.

Hér er hægt er að nálgast umsóknareyðublað og fréttablað.

Ef frekari aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við skrifstofu verkalýðsfélagsins.

Lífskjarasamningurinn 2019-2022

Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga. Helstu atriði samningsins: •...

Sumarúthlutun orlofshúsa 2019

Verkalýðsfélag Suðurlands tilkynnir félagsmönnum á að opnað verður fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar orlofshúsa/íbúða 25. mars. Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar á www.vlfs.is/sumar19 Ef frekari aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við skrifstofu...

Jólakveðja

Starfsfólk Verkalýðsfélags Suðurlands þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári

Fjarvistaruppbót landvarða

Þeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði - á vinnustöðum í óbyggðum- frá árinu 2011 og ekki verið í samband við sitt stéttarfélag, landvarðafélagið eða Starfsgreinasambandið vegna greiðslu fjarvistaruppbótar eru beðnir um að gera það sem fyrst. Eftir...