4875000 vs@vlfs.is

Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs sem kemur til greiðslu þann 1.nóvember fer fram mánudaginn 28.október 2019.

Gögn þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins seinasta lagi
föstudaginn 25.október 2019.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með
NÓVEMBER 2019 úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næstu viðtalstímar lögfræðings eru

Þriðjudaginn 15.október 2019

Munið að panta tíma í síma 487-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vs@vlfs.is

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

Nýjir kauptaxtar komnir

Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá 1. apríl sl. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru í dag kr. 317.000 á mánuði. Þá hækka kjaratengdir liðir kjarasamninga um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

 

ORLOFSUPPBÓT 2019

Þar sem ekki er búið að semja við ríki og sveitarfélög verður full orlofsuppbót sú sama og árið 2018, kr.48.000-. Þegar búið verður að semja þar þarf að greiða það sem vantar á uppbótina miða við það sem samið verður um.

Fulll orlofsuppbót á almanna markaðnum er kr. 50.000- . Samið var um sérstaka uppbót sem greiðist jafnhliða og með sömu försendum og almenna uppbótin, kr. 26.000- og á að koma til greiðslu ekki seinna en 2.maí nk.

 

Lífskjarasamningur 2019

Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga.

 

Hægt er að skoða helstu atriði samningsins hér.

 

 

Þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu – pistill forseta ASÍ

Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur....

Hörð og ósveigjanleg afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði.

Deilur hafa staðið milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um efndir á samkomulagi frá því í júlí 2009 um jöfnun lífeyrisréttinda hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Eftir afdráttarlausa neitun sveitarfélaganna á að ræða lausnir í...

Næsti tími lögmanns

Minnum á viðtalstíma lögmanns í næstu viku, þriðjudaginn 17.september. Viðtalstíminn er félagsmanni að kostnaðarlausu. Við lögmann má bera hvert það álitaefni sem félagsmenn hafa spurningar við. ATH: panta þarf tíma með a.m.k. sólarhrings...

SAMKOMULAG UM ENDURSKOÐUN VIÐRÆÐUÁÆTLUNAR UNDIRRITAÐ

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar – stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi....

Lögfræðiþjónusta

Viljum minna á að þriðjudaginn 27. ágúst verður lögfræðingur félagsins með viðtalstíma. Panta þarf tíma í síma 487-5000 eða í tölvupóstfangið vs@vlfs.is Panta þarf með minnst dags fyrirvara.