Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs fer fram:

FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 2017 

Gögn þurfa að berast á skrifstofu félagsins seinasta lagi MIÐVIKUDAGINN 26. júlí.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með ágúst úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næsti viðtalstími lögfræðings er

ÞRIÐJUDAGINN 15.ÁGÚST.

Munið að panta tíma í síma 487-5000
Panta þarf með minnst dags fyrirvara

Hvalfjarðargöng

Félagið hefur til sölu á skrifstofu félagsins, afsláttarmiða í Hvalfjarðargöngin á kr. 650.-

ORLOFSUPPBÓT 2017

Á árinu 2017 er orlofsuppbótin krónur 46.500- Gjalddagi uppbótarinnar er 1.maí hjá starfsfólki sveitarfélaga og 1.júní hjá starfsfólki hjá ríkinu og á almenna markaðnum.

Ferðaþjónustufyrirtæki dæmt til greiðslu vangoldinna launa.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt ferðaþjónustufyrirtæki á Kirkjubæjarklaustri til að greiða tveimur Ungverjum sem unnu hjá félaginu fyrir tveimur árum tæpar fjórar milljónir í ógreidd laun. Fólkið leitaði til Verkalýðsfélags Suðurlands og hafði uppi athugasemdir um...

Breytingar í lífeyrissjóðakerfinu 1.júlí

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í janúar 2016. Mestum tíðindum sætir samt að á sama tíma tekur væntanlega gildi...

Aðalfundur Verkalýðsfélags Suðurlands

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Heimalandi þann 27.apríl nk. kl 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir og áritaðir reikningar lagðir fram. Lýst kjöri stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs. Önnur mál. Kaffiveitingar í boði...

Kjarabætur árið 2017

Nú er ljóst að kjarasamningum verður ekki sagt upp á þessu ári og því koma til framkvæmda þær launahækkanir sem samið var um í samningunum árið 2015. Starfsgreinasamband Íslands hefur útbúið einfalt kynningarefni um fyrirhugaðar hækkanir á almenna markaðnum og hinum...

Kjarasamningum verður ekki sagt upp

Í ákvæðum kjarasamninga á almenna markaðnum eru ákvæði sem heimila uppsögn kjarasamninga í febrúar ef forsendur þeirra hafa ekki staðist. Lagt var upp með þrjár forsendur: Ríkisstjórnin tryggi fjármögnun á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum...