Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs fer fram

MÁNUDAGINN 29. OKTÓBER 2018 

Gögn þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins seinasta lagi
28. OKTÓBER 2018.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með
NÓVEMBER 2018 úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næstu viðtalstímar lögfræðings eru

Þriðjudaginn 16.október 
Þriðjudaginn 6.nóvember 
Þriðjudaginn 4.desember

Munið að panta tíma í síma 487-5000

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

Hvalfjarðargöng

Félagið hefur til sölu á skrifstofu félagsins, afsláttarmiða í Hvalfjarðargöngin á kr. 650.-

Starfsgreinasambandið birtir kröfur sínar.

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum.Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og...

Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verða ekki liðin á vinnumarkaði

Formannafundur Starfsgreinasambandsins, haldinn á Akureyri 7. september, krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða enda hafa stéttarfélögin takmörkuð úrræði til viðbragða. Eftirfarandi samþykkt var gerð á formannafundinum. Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verði...

Drífa Snædal gefur kost á sér til forseta ASÍ

Eftirtalin stéttarfélög í Suðurkjördæmi (innan SGS) lýsa yfir fullum stuðningi við framboð Drífu Snædal framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi Alþýðusambands Íslands þann 24. október 2018. Drífa hefur unnið að...

Mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð hækkar

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í...

Fyrri hringferð fyrir 43.þing ASÍ um landið er lokið

Í maí mánuði 2018 hélt skrifstofa ASÍ í fundarherferð um landið þar sem haldnir voru 10 fundir til að undirbúa 43. þing Alþýðusambandsins sem fer fram 24.-26. október 2018. Á fundunum voru þrjú af viðfangsefni þingsins kynnt með stuttum framsögum auk þess sem Gylfi...