Sjúkrasjóðsfundur

Næsta afgreiðsla sjúkrasjóðs sem kemur til greiðslu þann 30.desember fer fram miðvikudaginn 18.desember 2019.

Gögn þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins seinasta lagi
mánudaginn 16.desember 2019.

Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með
JANÚAR 2019 úthlutun.

Lögfræðiþjónusta

Næstu viðtalstímar lögfræðings eru

Þriðjudaginn 17. desember 2019

Munið að panta tíma í síma 487-5000 eða senda tölvupóst á netfangið vs@vlfs.is

Panta þarf með minnst dags fyrirvara

Nýjir kauptaxtar komnir

Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá 1. apríl sl. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru í dag kr. 317.000 á mánuði. Þá hækka kjaratengdir liðir kjarasamninga um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

 

Lífskjarasamningur 2019

Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga.

 

Hægt er að skoða helstu atriði samningsins hér.

 

 

Fréttir

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Ofbeldi þrífst þegar ekki ríkir valdajafnvægi og einn einstaklingur hefur möguleika á að drottna yfir öðrum í krafti kyns, aldurs, stöðu eða annars. Á vinnumarkaði er þetta valdajafnvægi alltaf viðkvæmt. Launafólk á allt sitt undir því að hafa vinnu og fá greitt fyrir...

read more

Desember úthlutun styrkja

ATH: NOTE: UWAGA:Umsóknir ásamt viðeigandi gögnum vegna desemberúthlutunar úr sjúkrasjóði Vlf.S, þurfa að berast á skrifstofu félagsins í seinasta lagi mánudaginn 16.desember. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar með janúar 2020 úthlutun. NOTE:...

read more

Desemberuppbót 2019

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan...

read more

Seinagangur í viðræðum við ríki og sveitarfélög

Heil og sæl kæru félagar. Nú hafa kjarasamningar við ríki, sveitarfélög og þeirra sem taka mið að þeim kjarasamningum verið lausir í 8 mánuði. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur vafist fyrir samningsaðilum. Í kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði náðist...

read more

Stefna kjaradeilunni í „alvarlegan hnút“

Flosi Eiríksson var í áhugaverðu viðtali hjá Rúv þar sem rædd var um þá alvarlegu stöðu sem kjaraviðræður SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Hægt er að lesa meira á vefsíðu Rúv hérna.

read more